Authentic


Authentic línan er sú allra hreinasta sem Davines býður upp á. Hún er svo vandlega þróuð að hún hentar jafnt fyrir ungbörn sem og fullorðna. Línan er 98% náttúruleg og inniheldur sápu sem hentar bæði á húð og hár, tvær gerðir af næringu sem má nota bæði á húð og hár og olíu. Helstu innihaldsefni eru lífræn carthame-olía, lífræn sesamolía, lífræn sólblómaolía, lífræn jojoba olía og lífrænt shea butter. Sápan hentar vel á litla ungbarnakroppa þar sem hún hreinsar á mildan hátt. Eftir baðið er gott að bera olíu á þurra bletti eða nota hann sem nuddolíu.