The Circle Chronicles hármaskar


Hármaskar fyrir öll tilefni. Hver maski er hannaður til að svara ákveðinni þörf, en það gæti líka verið ástæða til að nota fleiri en einn í einu. Áherslur í lífi okkar geta breyst dag frá degi og þar með þarfir hársins. Rétt eins og við viljum bæta glansi á viss svæði á andlitinu og halda öðrum möttum þegar við notum farða, hefur hárið mismunandi þarfir. Þú gætir viljað eina meðferð í rótina en aðra í endana. The Circle Chronicles veita þér snögga en áhrifamikla meðferð.