Davines vörurnar eru framleiddar í Pharma á Ítalu
Útgangspunktur Davines í einu og öllu er sjálfbærni. Það gerist þess vegna náttúrulega að vörurnar eru að mestu leiti vegan. Fyrir nokkrum misserum voru formúlum í stórum vörulínum breytt frá því að innihalda mjólkurprótein í kínóaprótein. Í dag eru einungis örfáar vörur sem ennþá innihalda innihaldsefni úr dýraríkinu. Á öllum Davines hárgreiðslustofum hefur starfsfólk lista yfir þær vörur sem eru ekki vegan og geta þannig auðveldlega sinnt vegan viðskiptavinum.
Af hverju ættir þú að velja Davines?
Davines er skráð B-Corp, það þýðir að fyrirtækið skal notað sem afl til góðs í samfélaginu. Reyndar er stefnuyfirlýsing Davines: Being the best for the world, creators of good life for all, through beauty, ethics and sustainability.
Hjá Davines er kappkostað við að lágmarka umhverfisáhrif vegna framleiðslunnar og kolefnisjafnað fyrir allt. Þannig hefur Davines staðið að uppbyggingu skóga í Madagascar, lágmarkað umfang plasts í öllum umbúðum án þess að rýra gæði vörunnar og komið að ótal mörgum samfélagslegum verkefnum.
Þær Davines vörur sem eru EKKI vegan eru:
- Naturaltech Restructuring Miracle, Naturaltech Hair Building Pak og Essential Haircare VOLU/hair mist - innihalda keratín
- Naturaltech Nourishing Royal Jelly Superactive - inniheldur royal jelly
- More Inside This is a Strong Dry Wax og More Inside This is a Strong Molding Clay - innihalda bývax
Fyrir nokkrum árum síðan fór Davines í samstarf við LifeGate til að innleiða Zero Impact® stefnu (kolefnisjöfnun) fyrir umbúðir af Essential Haircare línunni og síðar SU sólarlínunni , OI línunni og More Inside móturnarvörulínunni.
Með því að fylgja LifeGate Zero verkefninu bætir Davines upp fyrir þann koltvísýring sem losnar í andrúmsloftið við framleiðslu á vörunum. Það er gert með því að styðja við skógrækt í Kosta Ríka og Madagascar í samræmi við Kyoto sáttmálann.
Með því stuðlar Davines að því að bæta upp fyrir það súrefni sem er tekið úr andrúmsloftinu.
Davines var eitt af fyrstu ítölsku snyrtivörumerkjunum til að taka þátt í Zero Impact verkefni og hafði árið 2014 kolefnisjafnað fyrir 33.558,272kg af koltvísýringi.
Á tíu ára afmæli verkefnisins fékk Davines verðlaun frá LifeGate sem Zero Impact Ambassador 2014 vegna framlags síns.
Sustainable Beauty