Essential Refills
Davines er afar annt um umhverfið og þar á bæ er ávallt verið að leita leiða til að gera vörurnar umhverfisvænni og sjálfbærari. Nú hefur fyrirtækið sett á markað Essential Refills sem eru fimm vinælustu sjampóin úr Essential línunni frá Davines í skemmtilegum refill pokum. Pokarnir eru 500ml sem jafnast á við tvo sjampó brúsa og er hægt að nota pokana til að fylla á brúsa. Í þessum pokum er 74% minna plast en í hefbundnum sjampóbrúsa sem aftur minnkar kolefnislosun vegna framleiðslunnar. Umbúðirnar eru endurvinnanlegar og einstaklega þægilegar í notkun.