Næring sem hentar vel í úfið eða gróft hár sem á að slétta. Eykur teygjanleika og gefur góðan raka.
Inniheldur virk efni úr Minuta ólívum frá Slow Food Presidia býli. Ríkt af fitusýrum og vítamínum, hefur jákvæð áhrif á teygjanleika og eykur mýkt.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR:
Berið í handklæðaþurrt hárið eftir að hafa notað LOVE SMOOTH/ sjampóið. Skiljið eftir í hárinu í 5-10 mínútur, greiðið og skolið svo. Fylgið eftir með þeim mótunarvörum sem henta þér.
NÁTTÚRULEG VIRK EFNI:
Nebrodi fjöllin, hið stóra, „græna hjarta” Sikileyjar, eru fullkominn staður til að rækta þessar sjaldgæfu fornu ólívur. Ólíkt öðrum olíum frá Sikiley er Minuta ólívuolían afar mild en hefur þó ríkulegan ávaxta- og blómailm. Hún er sérlega næringarík og inniheldur mikið magn af ensímum með andoxunareiginleika og E-vítamín. Þessir (ævafornu- ef þú vilt hafa þetta ljóðrænt) aldagömlu akrar, sem enn eru notaðir til að rækta þessar ólívur, hafa gríðarlega mikið sögulegt gildi fyrir svæðið.
Framleiðandi: hr. Carmelo Messina. Frá Ficarra, Messina
250 ml