Um Bruns Products


BRUNS Products er ört vaxandi grænn framleiðandi sem einblínir eingöngu á umhverfis- og náttúrlegar hárvörur. 

 Eigin framleiðsla

BRUNS Products framleiða allar hárvörur í eigin verksmiðju bæði fyrir hársnyrtistofur sínar BRUNS í Svíþjóð og aðra endurseljendur. Allar vörurnar eru handgerðar í Lundi í Svíþjóð.  Markmið þeirra er að framleiða hágæða hárvörur, fyrir fagmenn, í fallegum umbúðum sem eru jafnáhrifaríkar eða jafnvel áhrifaríkari en hefðbudnar hárvörur með óæskilegum efnum. Allar vörurnar eru úr náttúrulegum og lífrænum hráefnum.

Náttúruleg hráefni

Allar BRUNS vörur eru handgerðar með sérvöldum hráefnum frá birgjum sem eru umhverfisvottaðir og með hráefni sem eru vottuð. Innihaldsefnin eru lífræn og náttúruleg og mega ekki undir neinum kringumstæðum hafa neikvæð áhrif á menn eða náttúru.

 Eftirlit

Stærstu hráefnisbirgjar BRUNS Products starfa undir ströngu eftirliti EcoControl™  sem er sjálfstæð vottunarstofa. Þar er farið í gegnum allar vörur og þær vottaðar sem umhverfisvænar. BRUNS Products horfir einnig til framleiðsluaðferða og siðferðis  birgja sinna og tryggir þannig að hráefniskaupin séu í sátt við umhverfið. Þetta tryggir gæðin í framleiðslu BRUNS Products og er einnig ákveðin ábyrgð fyrir viðskiptavini BRUNS Products.

 Umhverfisvæn birgðakeðja

BRUNS Products velur hráefnin fyrst og fremst á grundvelli gæða frá birgjum. Það þýðir að stundum er keypt hráefni frá staðbundum framleiðendum um allan heim. Þessir framleiðendur eru oft á tíðum smáir og státa sig af einstökum gæðum hráefni og lífrænni frameiðslu.

Öll hráefni eru flutt með skipum frá löndum utan ESB og með lestum innan ESB. Alltaf er forðast að nota flug til þess að spara kolefnisspor.

 Umhverfið og framleiðsla

Umhverfisstefna BRUNS Products gengur út á að framleiða eins hreina vöru og mögulegt er. Frá hráefnum til endanlegrar vöru í endurvinnanlegum umbúðum.

Umbúðir BRUNS vara gerðar úr endurunnu PET sem er afar þunnt til að draga úr þyngd og sóun. Með minni þykkt er hægt að bjóða meira magn en í hefðbundnum umbúðum. Því eru allar hársápur og hárnæringar í 330 ml umbúðum. Þannig nýtist varan lengur hjá viðskiptavinum. Upphaflega voru pumpuskammtarar á öllum flöskum en eigendur BRUNS Products tóku fljótlega eftir því að skamtararnir skiluðu sér illa í endurvinnslu. Í þeim er bæði plast og málmur sem skapaði vanda fyrir viðskiptavinina, að taka þær í sundur fyrir endurvinnslu. Það var því ákveðið árið 2018 að hætta að nota skamtarana. Niðurstaðan var minni efnisnotkun í framleiðslu á umbúðum og hentugri flutningur – sem leiðir til betri endingar og umhverfisvænni framleiðslu.

 Vörumiðar

Árið 2018 breyttu framleiðendur BRUNS Products  öllum merkimiðum á vörunum sínum. Ákveðið var að miðarnir ættu að þola betur raka og vera umhverfisvænni. Nýju miðarnir eru úr náttúrulegum efnum ( sykurreyr ) sem er niðurbrjótanlegt og mjög umhverfisvænt. Þeir halda útliti sínu allan sinn líftíma. BRUNS products reyndist vera fyrsta fyrirtækið í Evrópu sem nýtti sér þennan nýja og spennandi valkost í vörumiðum.

Framtíðarsýn

Framtíðarsýn BRUNS Products er einföld: Að halda áfram að þróa og framleiða framúrskarandi vöru sem skiptir máli fyrir viðskiptavini, umhverfið og umframt allt hárið.

Eins og er fást vörurnar bara á vefverslun Skuggafalls en ekki á stofunni.